Fréttir

Miðvikudagur 5. apríl 2000 kl. 15:13

Féll af hestbaki

Ung stúlka féll af hestbaki síðdegis á sunnudaginn þar sem hún var í reiðtúr í Garðinum. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og var lögð inn yfir nótt. Hún tognaði og marðist en talið er að reiðhjálmurinn hafi forðað henni frá alvarlegri meiðslum.