Ferðalok á Reykjanesvita

Hópurinn reið um 48 km á dag að jafnaði en þegar best lét komust þeir 58 km á einum degi. Lengst af voru um 18 knapar í ferðinni og um 60 hross en hópurinn stækkaði þegar fleiri slógust með í för í Biskupstungunum.
Garparnir fengu góðar viðtökur við komuna út að Reykjanesvita og voru fulltrúar frá Hestamannafélaginu Mána af Suðurnesjum viðstaddir meðal annarra. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og núverandi forstjóri VÍS, var leiðangursstjóri og mælti fyrir skál þegar komið var á leiðarenda.
VF-Mynd/Þorgils Jónsson