Fréttir

Ferðamaður í hraðakstri
Mánudagur 5. febrúar 2018 kl. 09:49

Ferðamaður í hraðakstri

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir brot á umferðarlögum, þar á meðal hraðakstur, á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður.
 
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Enn fremur voru skráningarnúmer fjarlægð af fjórum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.