Þriðjudagur 15. maí 2007 kl. 09:15
Fimm á hraðferð í nótt

Lögreglan á Suðurnesjum kærði í nótt fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá er hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða þar sem er leyfður hámarkshraði 90 km/klst. Nokkuð hefur borið á hraðakstri síðustu daga en eins og svo oft áður hafa sumir tilhneigingu til að stíga fastar á bensíngjöfina með hækkandi sól.