Föstudagur 22. nóvember 2002 kl. 08:53
Fimm á stolnum bíl

Fimm menn voru handteknir í Keflavík í nótt á stolinni bifreið. Í fórum þeirra fannst mikið af varningi sem talið er vera úr innbroti á heimili. Meðal annars er nú kannað hvort þýfið tengist innbroti á heimili í Garðabæ þar sem miklum verðmætum var stolið.Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.