Fréttir

Miðvikudagur 28. júní 2000 kl. 13:43

Fimm kíló af hassi

Þrítugur karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli sl. mánudag, eftir að tollgæslan hafði fundið tæplega 5 kg af hassi í fórum hans.Hassið fannst við venjulega skoðun í farangri mannsins, sem var að koma frá Amsterdam. Hann hefur ekki áður komið við sögu í fíkniefnamálum. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins, og hefur maðurinn verið látinn laus, þar sem málið telst upplýst. Þetta er mesta magn kannabisefna sem tekið hefur verið í einu lagi nú um langan tíma, eða frá því að „stóra fíkniefnamálið“, upplýstist. Smásöluverðmæti þessara fíkniefna gæti numið 7-8 millj. kr.