Fréttir

Fingralangir á ferð í gær
Þriðjudagur 28. september 2004 kl. 09:12

Fingralangir á ferð í gær

Tvö innbrot og einn þjófnaður voru tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í gær.
Snemma morguns var tilkynnt um innbrot í húsnæði Golfklúbbs Suðurnesja að Hafnargötu 2. Þar hafði verið spennt upp hurð og skjávarpa stolið.

Þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði Verktakasambandsins við Grófina. Þaðan var stolið myndbandsupptökuvél af gerðinni Canon. Mun þjófnaðurinn sennilega hafa átt sér stað s.l. miðvikudag.

Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um þjófnað í Úra- og Skartgripaversluninni, Hafnargötu 49. Þar voru tveir karlmenn inni í búðinni og hafði annar þeirra stolið þar silfurhring og hlaupið síðan út. Lögreglan telur sig vita um hvaða menn er að ræða.
Myndin er úr safni VF