Mánudagur 20. janúar 2003 kl. 11:53
Fjölgun gesta í sundlaugar Reykjanesbæjar

Á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var sl. miðvikudag kom fram að alls hafa 169.425 gestir sótt sundlaugar bæjarins á árinu 2002 og eru það örlítil fjölgun frá árinu 2001.Í íþróttasalina komu alls 272.157 gestir á árinu 2002 sem er nokkur fækkun frá árinu 2001.