Fjölgun í Frístundaskólanum

Frístundaskólinn er fyrir börn í 1.- 4. bekk grunnskólans og er Frístundaskóli rekinn í öllum fjórum grunnskólunum. Flest börnin koma úr 1. og 2. bekk en einnig úr 3. og 4. bekk þó þau séu mun færri. Frístundaskólinn er fjölmennastur í Heiðarskóla en þar eru skráð rúmlega 50 börn, í Myllubakkaskóla um 40, en örlítið færri í Holtaskóla og Njarðvíkurskóla. Frístundaskólinn er opinn frá 13 -17:00 virka daga. Hjá Frístundaskólanum starfa 12 manns í hlutastarfi, auk tveggja umsjónarmanna sem eru Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Jón Marinó Sigurðsson, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.