Fréttir

Þriðjudagur 1. febrúar 2000 kl. 11:41

Fjölmennt við útför Örlygs

Örlygur Aron Sturluson, einn efnilegasti körfuboltamaður á Íslandi sem lést þann 16. janúar síðastliðinn var jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju sl. fimmtudag, 24. janúar. Faðir Örlygs Arons, frændur og aðrir ættingjar báru kistuna en fjölmenn var við útförina sem einnig var sýnd á sjónvarpsskjá í íþróttahúsi Njarðvíkur. Örlygur var aðeins18 ára þegar hann féll frá - hann var eitt mesta efni í körfuboltanum þegar hann kom fram á sjónarsviðið. Hann átti ekki langt að sækja snilli sína, faðir hans Sturla Örlyggsson var mikill körfuboltamaður sem og frændur hans, með Teit Örlygsson í fararbroddi. Örlygur Aron hóf æfingar með Njarðvík þegar hann var á áttunda aldursári og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Fyrsta leikinn með meistaraflokki lék hann gegn ÍA 1997, þá 16 ára gamall og enn í 11. flokki. ( Hann skoraði 10 stig og gaf 7 stoðsendingar.) Sama ár var hann valinn íæfinga-landsliðshóp Íslands. Örlygur lék mikið með sigurliði Njarðvíkur tímabilið 97-98 og vorið 1998 hampaði hann með félögum sínum Íslandsmeistarabikarnum eftir úrslitaviðureignir við KR. Næsta keppnistímabil lék Örlygur Aron í Bandaríkjunum samhliða námi og stóð sig með prýði. Hann lék með unglingalandsliði og U20-landsliði Íslands sumarið 1999envar valinn í A-landsliðið um haustið og lék þrjá leiki með því ínýafstaðinni Evrópukeppni. Nú í vetur var Örlygur allt í öllu hjá sínum mönnum í Njarðvík, skoraði um 15 stig að meðaltali í leik og þrívegis náði hann svokallaðri Þrefaldri tvennu. Margir töldu hann vera besta leikmann deildarinnar í vetur, - ekki síst vegna fjölhæfni hans og ekki skyggði á framkoma hans og keppnisskap. Einn af okkar allra bestu íþróttamönnum er fallinn frá en minning um hann mun alltaf lifa í hugum og hjörtum okkar.