Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar gefur „Fyrstu bókina um Sævar“

Markmið bókarinnar er að auka innsæi og skilning á ADHD og um leið ráðast gegn fordómum en börn með ADHD hafa gjarnan verið flokkuð sem „óþekk“ og eiga mörg þeirra í tilvistarkreppu alla sína skólagöngu og jafnvel lengur. ADHD samtökin á Íslandi hafa staðið fyrir útgáfu bókarinnar.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta fagnar útgáfu bókarinnar og færði fulltrúum frá Bókasafni Reykjanesbæjar, grunn- og leikskólum og Bjartsýnishópnum, félagi aðstandenda ADHD barna í Reykjanesbæ, bókina að gjöf til að tryggja útbreiðslu boðskapar hennar sem víðast.
Af vefsíðu Reykjanesbæjar