Laugardagur 3. febrúar 2007 kl. 11:55
Fjölskylduþing í Reykjanesbæ

Fjölskylduþing á vegum Reykjanesbæjar hófst í morgun í Bíósal Duushúsa. Markmið þingsins er endurskoðun á fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar og er það ætlað nefndarfólki, starfsmönnum bæjarins og íbúum. Á þinginu eru kynnt fjölskyldutengd verkefni úr Framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2006 – 2010 sem og forvarnarverkefni auk fjölskyldustefnunnar.
Mynd: Frá fjölskylduþinginu í morgun. VF-mynd: elg