Mánudagur 3. apríl 2000 kl. 23:55
Fjölsótt Kristnihátíð í Reykjaneshöllinni

Kristinihátíðin í Reykjaneshöllinni var fjölsótt og skipta gestir þúsundum.Dagskráin var fjölbreytt. Auk guðþjónustu var söngur og talað mál auk sýninga á verkefnum skólabarna á Suðurnesjum. Þá var boðið upp á stærstu rjómatertu sem bökuð hefur verið á Suðurnesjum.Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var heiðursgestur en einnig voru fjölmargir aðrir þjóðkunnir gestir í höllinni á sunnudaginn.Bílastæðavandi gerði vart við sig á þessari stórhátíð og þurfti að leggja bílum um víðan völl.Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.