Fimmtudagur 16. janúar 2003 kl. 14:30
Fjör í snjónum á Hjallatúni

Það var mikið fjör hjá krökkunum á leikskólanum Hjallatúni í Njarðvík í dag enda snjórinn loksins kominn. Krakkarnir skemmtu sér við að moka snjó og renna sér á snjóþotum niður lítinn hól og var ekki betur séð en allir væru ánægðir enda hafa krakkanir eflaust beðið í allan vetur eftir að snjórinn léti sjá sig.Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig. Vaxandi norðaustanátt í nótt, 10-18 og skýjað með köflum á morgun. Kólnandi veður og 0 til 5 stiga frost síðdegis.