Miðvikudagur 26. janúar 2005 kl. 14:07
Flugleiðir kaupa 10 nýjar flugvélar

Flugleiðir undirrituðu samning við Boeing flugvélaverksmiðjurnar um kaup á 10 flugvélum af gerðinni Boeing 737-800. Félagið ætlar að leigja vélarnar áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Í samningnum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar en smíði vélanna hefst á þessu ári og verða allar afhentar á næsta ári.