Fréttir

Flugstjórinn varð veikur
Mánudagur 17. janúar 2011 kl. 16:38

Flugstjórinn varð veikur

Það var flugstjóri frönsku þotunnar sem varð veikur og þurfti að yfirgefa flugstjórnarklefa farþegaþotunnar þegar hún var stödd um 400 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þá var ákveðið að snúa til Keflavíkur en flugið þangið tók 75 mínútur.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var ástand flugstjórans slæmt og tók hann sjálfur ákvörðun um að snúa vélinni til Keflavíkur þar sem eftir honum beið sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja. Flugstjórninn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en ekki hefur verið upplýst hvað gengur að honum.


Franska fréttastofan AFP hefur eftir talsmanni Keflavíkurflugvallar, að vélin muni halda áfram til New York klukkan 10:30 á morgun. Farþegarnir munu því gista á hótelum á Íslandi í nótt.



Flugmaðurinn einn í stjórnklefanum við komuna til Keflavíkur. Á efri myndinni er farið með flugstjórann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson