Mánudagur 23. janúar 2006 kl. 09:43
Fluttur á HSS eftir högg í andlit

Blóðugur maður kom inn á leigubílastöð í Reykjanesbæ í gærmorgun og var lögregla kölluð til. Sagðist maðurinn hafa verið sleginn í andlitið fyrir utan skemmtistað þar í bæ en hann vildi ekki leggja fram kæru á hendur manninum sem var þar að verki.
Hann var því næst fluttur á HSS til aðhlynningar.