Fluttur á slysadeild eftir veltu í Hvassahrauni

Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni var fluttur á slysadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi með minniháttar meiðsl.
Þarna var um þriðja hálkuóhappið í umferðinni á skömmum tíma sem lögreglan í Keflavík sinnti en auk þess var eitt slíkt við Straumsvík sem lögreglan í Hafnarfirði sinnti.
Virðist sem hálkan hafi komið ökumönnum á óvart þennan morguninn.