Miðvikudagur 7. júlí 2004 kl. 09:59
Fólksbílakerru stolið

Í gær var fólksbílakerru stolið af bifreiðastæði vestan við Suðurgötu 48a í Reykjanesbæ. Kerran er svör að lit með svörtum brettum og er hún lengri en venjulegar kerrur og með óvenjulegu beisli. Varadekk er boltað á hægri hlið kerrunnar.
Í gærmorgun stöðvaði lögreglan í Keflavík ökumann sem ók á 137 km hraða á Reykjanesbraut. Töluvert hefur verið um hraðakstur á brautinni síðustu daga, en um helgina var ökumaður stöðvaður á 160 km hraða á Reykjanesbraut.