Fólksfjölgun á Suðurnesjum

Síðastliðinn áratug hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 8,9% sem er næstmesta fjölgun á eftir höfuðborgarsvæðinu sem nam 28,548%.
Fólki fjölgaði á öllum þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum nema í Gerðahreppi, þar sem íbúafjöldinn stóð í stað. Mesta fjölgun í þéttbýli var í Reykjanesbæ, 101 eða 0,9%.
Í Reykjanesbæ búa nú 10.942 þar af eru 5.587 karlar og 5.335 konur.
Þessar tölur eru byggðar á bráðabyrgðamati Hagstofu Íslands, en endanlegar tölur eru ekki tilbúnar fyrr en í vor.