Fórnarlömb slyssins öll af Suðurnesjum

Fórnarlömb slyssins, hjón á fimmtugsaldri og þrítugur karlmaður, voru öll búsett á Suðurnesjum. Stúlka, fædd 1996, liggur enn á gjörgæsludeild Landsspítalans með höfuðáverka en ekki talin í lífshættu. Ekki er hægt að greina frá nöfnum fólksins að svo stöddu.