Fimmtudagur 13. september 2001 kl. 09:49
Framfarasinnaðir fara í framboð

Fundur F-listans, framfarasinnaðra kjósenda í Garði, var haldinn í samkomuhúisnu sl. fimmtudag. Þá var samþykkt að boðið verði fram undir merki listans við næstu sveitarstjórnarkosningar sem fram eiga að fara laugardaginn 25. maí á næsta ári. Jafnframt var ákveðið að boða til fundar í byrjun október þar sem þessi mál verði tekin til frekari undirbúnings. Þá verður kosin sérstök nefnd til að vinna að framboðsmálum.