Fréttir

Friðarganga í Grindavík
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 11:58

Friðarganga í Grindavík


Þriðjudaginn 15. desember verður friðarganga með vasaljósum í samstarfi leikskólanna, grunnskólans og eldri borgara í Grindavík. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika meðal okkar.

Krakkarnir á leikskólunum Laut og Króki ganga frá sínum leikskólum, grunnskólakrakkarnir frá skólanum og eldri borgarar ganga frá Víðihlíð. Allar göngurar sameinumst á Víkurbrautinni og ganga allir saman að kirkjunni þar sem séra Elínborg mun ávarpa gönguna. Síðan syngjum við saman friðarlagið Ákall og sleppum hvítum blöðrum sem tákn um frið.

Elstu nemendur grunnskólans munu koma í leikskólana og aðstoða við gönguna.
Allir eru beðnir um að koma með vasaljós. FORELDRUM ER VELKOMIÐ AÐ TAKA ÞÁTT.

Friður er að finna innri ró og góða innri líðan.
Friður er þegar fólki líður vel saman og er ekki að rífast eða slást.
Friður er að hafa jákvæðar hugsanir um sjálfan sig og aðra.
Friður byrjar innra með okkur sjálfum.

Sá skal friðinn ei brjóta, sem friðarins vill njóta.

Af www.grindavik.is