FS sigraði í Lífshlaupinu
Fjölbrautaskóli Suðurnesja bar sigur úr býtum í Lífshlaupinu sem fram fór fyrir skemmstu. FS varð í efsta sæti og varð naumlega á undan Verzlunarskóla Íslands í flokki skóla með fleiri en 1000 nemendur/starfsfólk.
Keppt var um flesta daga í hreyfingu hlutfallslega miða við heildarfjölda nemenda og starfsfólks í skólanum. FS var með 2,96 daga að meðaltali en Verzlunarskólinn kom næstur með 2,43. Fjölbrautaskólinn við Ármúla varð í þriðja sæti.
Svo sannarlega glæsilegur árangur hjá framhaldsskólanemendum af Suðurnesjum sem greinilega hreyfa sig mikið.
Skóli Dagar Mínútur
1. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 2,96 282,04
2. Verslunarskóli Íslands 2,34 289,83
3. Fjölbrautaskólinn við Ármúla 1,82 150,75
4. Borgarholtsskóli 1,66 165,55
5. Menntaskólinn við Hamrahlíð 0,24 18,45
6. Verkmenntaskólinn á Akureyri 0,19 12,67