FURÐULEG HEGÐAN UNGS ÖKUMANNS
Ungur maður kom í heimsókn á lögreglustöðina við Hringbraut kl. 08 að morgni 18. júní sl. og hafði þar tal af varðstjóra. Þegar ungi maðurinn, sem var áberandi ölvaður, hafði lokið erindi sínu gekk hann út, settist undir stýri bifreiðar sem beðið hafði á bifreiðastæði stöðvarinnar og ók á brott. Var þegar send lögreglubifreið á eftir kauða og var för hans stöðvuð þar skammt undan. Var ökumaðurinn ungi kærður fyrir meinta ölvun við akstur.