Fyrstu tölur í Reykjanesbæ rétt eftir kl. 22

Fyrstu tölur úr Reykjanesbæ eru væntanlegar rétt eftir kl. 22 í kvöld, að því er Gylfi Guðmundsson formaður kjörstjórnar tjáði Víkurfréttum nú í kvöld.Í Garðinum höfðu 365 kosið kl. fjögur í dag, en 787 eru á kjörskrá í Garði.
Sandgerðingar hafa fjölmennt á kjörstað í dag því kl. fimm höfðu 413 kosið á kjörstað og 89 höfðu kosið utan kjörstaðar. Á kjörskrá í Sandgerði eru 894.
Grindvíkingar notuðu góða veðrið í dag til að fjölmenna á kjörstað. Klukkan sex höfðu 745 kosið á kjörstað og 112 atkvæði bárust utan kjörfundar. Á kjörskrá í Grindavík eru 1543.
Ekki hafa fengist tölur úr Vogum.