Fréttir

Gáfu Nes kaffisjóðinn
Mánudagur 28. nóvember 2005 kl. 22:54

Gáfu Nes kaffisjóðinn

Íþróttafólkið í Íþróttafélaginu Nes, sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum, er á leiðinni í keppnisferðalag til útlanda á næsta ári.

Fjáröflun fyrir ferðina er hafin. Söfnuninni barst góður styrkur í dag þegar starfsmenn Flutningaþjónustu Gunnars fóru í kaffisjóðinn sinn og gáfu 25.000 krónur til keppnisferðarinnar á næsta ári.

Það var Kjartan Steinarsson, formaður Ness, sem tók við gjöfinni, sem Hafsteinn Guðnason afhenti. Með þeim á myndinni eru starfsmenn Flutningaþjónustu Gunnars.