Gáfu Nes kaffisjóðinn

Fjáröflun fyrir ferðina er hafin. Söfnuninni barst góður styrkur í dag þegar starfsmenn Flutningaþjónustu Gunnars fóru í kaffisjóðinn sinn og gáfu 25.000 krónur til keppnisferðarinnar á næsta ári.
Það var Kjartan Steinarsson, formaður Ness, sem tók við gjöfinni, sem Hafsteinn Guðnason afhenti. Með þeim á myndinni eru starfsmenn Flutningaþjónustu Gunnars.