Fréttir

Gáfu nýtt tæki til blóðrannsókna á HSS
Fimmtudagur 16. maí 2013 kl. 10:12

Gáfu nýtt tæki til blóðrannsókna á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tók á dögunum við myndarlegri gjöf sem Lionshreyfingin á Suðurnesjum hafði veg og vanda að í samstarfi við nokkur fyrirtæki og félagasamtök. Um var að ræða greiningartæki til storkumælinga að verðmæti á þriðju milljón króna. Tækið mun koma að góðum notum við blóðrannsóknir hjá HSS og leysir af hólmi minna tæki sem jafnframt er ekki eins nákvæmt og það sem nú hefur verið tekið í notkunn.

Að gjöfinni standa Lionsklúbburinn Æsa, Lionsklúbburinn Keilir, Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Sandgerðis, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Grindavíkur, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Íslenski hjálparsjóður Lions, Ballskákfélag eldri borgara á Suðurnesjum, Samkaup hf., HS Orka hf., Verslunarmannafélag Suðurnesja, Púttklúbbur Suðurnesja, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Félag iðn- og tæknigreina, Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en framlag styrktarfélagsins er til minningar um Hildi Guðmundsdóttur, Maríu Hermannsdóttur og Jóhann Einvarðsson.


Viðreisn
Viðreisn