Þriðjudagur 28. nóvember 2006 kl. 15:20
Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl

Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu laust eftir hádegið í dag. Er lögregla og sjúkralið komu á staðinn lá maðurinn rænulaus í götunni og voru ekki sýnilegir áverkar á honum. Hann var fluttur á HSS til aðhlynningar þar sem hann rankaði við sér. Kvartaði hann yfir verkjum í höfði og var fluttur á slysadeild í Reykjavík til nánari skoðunar. Að sögn sjónarvotta hljóp maðurinn yfir götuna í veg fyrir bifreiðina, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.