Mánudagur 27. júní 2005 kl. 18:31
Gleði á sumarhátíð Tjarnarsels

Sumarhátíð leikskólans Tjarnarsels var haldin fyrir helgi. Börnin sungu fyrir foreldra sína, eltu trúð, fóru í pokahlaup og blésu sápukúlur. Mæting foreldra og vandamanna var með eindæmum góð.
Sumarhátíðin var haldin nokkuð seint að þessu sinni þar sem leikskólinn lokar í seinna fallinu.
Myndir af sumarhátíð Tjarnarsel eru komnar í
myndasafn Víkurfrétta.