Fréttir

Góður afli hjá Þorbirni hf
Fimmtudagur 13. júlí 2006 kl. 13:54

Góður afli hjá Þorbirni hf

Samanlagður afli frystitogara Þorbjarnar hf. var um 1430 sem landað var í Grindavíkurhöfn. Aflaverðmætið var um 210 milljónir króna en þessar landanir frystitogaranna eru þær fyrstu eftir sjómannadag og því voru bátarnir í tæpa 30 daga að veiðum.

Gnúpur GK 11 landaði 560 tonnum, Hrafn GK 111 landaði 350 tonnum og Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 var með 520 tonn.

www.thorfish.is