Föstudagur 10. desember 2004 kl. 14:23
Gömlu meistararnir í Duus

Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum stendur nú yfir sýning á olíuverkum úr safneigninni. Um er að ræða verk eftir ýmsa listmálara frá mismunandi tímum þar sem náttúra Íslands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson og Þórarin B. Þorláksson. Sýningin er opin alla daga frá 13.00-17.30 og stendur til jóla.