Gosstöðvarnar lokaðar
Tekin hefur verið ákvörðun að halda gossvæðinu áfram lokuðu vegna mengunarhættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Viðbragðsaðilar munu á sama tíma endurskipuleggja starf sitt með hliðsjón af þeim breyttum aðstæðum sem orðið hafa á gossvæðinu.