Grjót skemmdi bíl

Þá varð eitt umferðaróhapp á Njarðarbraut í gær þegar grjót sem var á götunni þeyttist undan fólksflutningabifreið og framan á fólksbifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Var höggið svo mikið að húdd, grill og vatnskassi skemmdust og var bíllinn óökufær á eftir.