Miðvikudagur 30. apríl 2003 kl. 09:01
Hæg breytileg átt í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan átt, víða 3-10 m/s, en fremur hæg breytileg átt um landið sunnanvert. Skýjað að mestu, dálítil él eða snjókoma norðan- og austantil, rigning öðru hverju sunnanlands, en léttir til vestanlands. Bætir heldur í vind í nótt. Norðaustan 10-15 m/s á morgun og víða éljagangur, en bjartviðri vestanlands. Hiti 0 til 8 stig í dag, víða vægt frost í nótt, en hiti í kringum frostmark á morgun.