Fréttir

Hæg vestlæg átt
Laugardagur 14. maí 2005 kl. 11:36

Hæg vestlæg átt

Klukkan 9 var fremur hæg vestlæg eða breytileg átt á landinu. Bjartviðri norðvestan til og á Suðausturlandi en annars skýjað og víða þokusúld. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á Kirkjubæjarklaustri

Veðurhorfur á Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Hæg vestlæg átt og víða súld eða þokuloft. Norðlægari í kvöld og nótt og léttir til. Norðaustan 5-10 í fyrramálið og bjartviðri, en hægari vindur síðdegis. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á morgun.

 

Mynd tekin af vefsíðu Veðurstofunnar