Hægviðri í dag

Hægviðri og skýjað með köflum. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp sunnan- og vestanlands, en léttir til norðan- og austanlands. Sunnan 8-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld, en hægari og þurrt norðaustantil. Suðvestan 8-13 og skúrir vestanlands á morgun, en hægari og léttskýjað um austurhluta landsins. Hiti víða 14 til 20 stig austantil á landinu, en 10 til 15 stig vestanlands.