Hægviðri og skýjað

Yfirlit: Skammt suður af Reykjanesi er 988 mb lægð sem þokast norður og grynnist. Langt suðvestur í hafi er víðáttumikil 985 mb lægð á hreyfingu austnorðaustur.
Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðaustan 5-13 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á NA-landi. Hægviðri á morgun, skýjað með köflum og rigning um tíma A-lands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 5-10 m/s, en hægari suðvestanátt í kvöld. Rigning eða skúrir. Hægviðri og skýjað með köflum á morgun. Hiti 8 til 15 stig.