Hægviðri og þykknar upp

Yfirlit:
Á Grænlandshafi er minnkandi 1000 mb lægð, en langt suðvestur í hafi er vaxandi 988 mb lægð, sem hreyfist austnorðaustur.
Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg eða breytileg átt og sums staðar dálítil rigning. Norðaustan 5-10 m/s og rigning sunnan heiða eftir hádegi, en smá skúrir fyrir norðan. Norðaustan 8-13 og víða dálítil væta á morgun, en bjart sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 10 stig, svalast í innsveitum norðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og þykknar upp, en norðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning eftir hádegi. Bjart með köflum á morgun. Hiti 3 til 8 stig að deginum.