Hafgola og bjartviðri

Klukkan 6 í morgun var hæg norðlæg átt og léttskýjað S- og V-lands, en dálítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti var frá 6 stigum í Vestmannaeyjum niður í 2 stiga frost á Þingvöllum og Húsafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri eða hafgola og bjartviðri, en sums staðar skúrir síðdegis. Suðaustan gola og dálítil rigning á morgun. Hiti 5 til 12 stig, en 0 til 5 í nótt.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað sunnantil á landinu, þó stöku skúrir síðdegis. Annars skýjað og dálítil slydda eða rigning öðru hverju á NA- og A-landi. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast S- og SV-lands, en vægt næturfrost í innsveitum. Suðaustan gola og rigning með köflum á morgun, en þurrt og bjart veður norðaustantil á landinu.
VF-mynd: elg