Þriðjudagur 6. mars 2007 kl. 09:27
Hálkuslys við Grindavíkurafleggjara

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni snemma í morgun við Grindavíkurafleggjara. Ökumaðurinn ásamt farþega voru fluttir til aðhlynningar á HSS en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Bifreiðin hafnaði á steyptum blokkum við gatnamótin og þurfti að fjarlægja hana með dráttarbíl. Talsverð hálka var á veginum þar sem óhappið varð.