Fréttir

Hallgrímspassía komin út
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 11:48

Hallgrímspassía komin út

Óratorían Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson, er komin út á geisladiski. Verkið er samið fyrir blandaðan kór, fimm einsöngvara og hljómsveit og er byggt á Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Flytjendur eru Schola cantorum, Caput og Jóhann Smári Sævarsson, bassasöngvari, undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Nánari upplýsingar um verkið er að finna á www.sigurdursaevarsson.com þar er einnig hægt að heyra tóndæmi.