Mánudagur 7. mars 2005 kl. 10:01
Handleggsbrotnaði á Faxabraut

Síðdegis í gær var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu að Faxabraut en þar hafði kona dottið og var talið að hún hafi handleggsbrotnað. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar.