Handteknir eftir innbrot í Garði

Lögreglan stöðvaði bifreið þeirra á Garðvegi um klukkan fjögur í nótt og fundu þar ýmis konar varning úr raftækjaversluninni. Tilkynnt hafði verið um innbrotið nokkru fyrr um kvöldið.
Hinir grunuðu fengu að gista fangageymslur lögreglu, en rannsókn á málinu stendur yfir.