Handteknir vegna gruns um innbrot í 7 bíla
Tveir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í fyrrinótt vegna gruns um að þeir hafi brotist inn í a.m.k. sjö bíla í bænum. Mennirnir eru á þrítugsaldri og voru þeir yfirheyrðir í gær. Lögreglunni var tilkynnt um mennina og náðust þeir skammt frá innbrotsstaðnum.