Mánudagur 10. febrúar 2003 kl. 16:25
Hangið í fánastönginni!

Það var alls ekki veður fyrir fána í dag og það var verk hjá mörgum í dag þegar veðrið var sem verst að taka þá niður. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar SBK í dag þar sem starfsmaður þurfti að beita brögðum til að taka niður fánann.Við fylgjumst áfram með veðrinu á vf.is langt fram á nótt!