Hannes í 200 mílna leiðangri

Björgunarsveitinni Sigurvon barst beiðni um aðstoð frá Tilkynningaskyldunni um hádegisbilið í gær og hélt sex manna áhöfn Hannesar Hafstein þegar út til að sækja veika manninn. Brettingur var staddur um 400 mílur út frá suðvesturlandi þegar neyðarkallið var sent. Brettingur keyrir á móti Hannesi Hafstein og er gert ráð fyrir að skipin mætist 200 mílur frá landi.
Ástand skipverjans var ekki metið svo slæmt að senda þyrfti björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar eftir honum en ástæða hins vegar talin til að koma honum í land.
Von er á björgunarskipinu til hafnar í Sandgerði um klukkan fimm í dag þar sem skipverjanum verður komið undir læknishendur.
Fréttavefur Morgunblaðsins.