Harður árekstur
Tveir ungar konur lentu í hörðum árekstri á Víkurbraut í Grindavík sl. mánudagskvöld.Þær óku á kyrrastæða bifreið og voru fluttar á slysadeild í Reykjavík til skoðunar. Meiðsli þeirra reyndust vera minniháttar. Kalla þurfti á tækjabifreið til að fjarlægja báðar bifreiðarnar af vettvangi en þær voru mikið skemmdar.