Sunnudagur 27. nóvember 2005 kl. 12:17
Hass fannst við húsleit

Lögreglan í Keflavík gerði húsleit í húsi í Reykjanesbæ í gær vegna gruns um fíkniefnamisferlis. Lítilræði af hassi fannst við húsleitina og var einn maður handtekinn í kjölfarið. Honum var slept að lokinni yfirheyrslu.
Afskipti voru höfð af nokkrum unglingum vegna brots á útivistarreglum og þá var töluvert um útköll hjá lögreglunni vegna ölvunar og hávaða.