Haustfundur Rf haldinn í Grindavík

Þar stigu á stokk ýmsir fyrirlesarar, þ.á.m. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Björn Dagbjartsson, frv. Alþingismaður og forstjóri Rf og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri RF.
Á fundinum var m.a. rætt um stefnu og nýjar áherslur í Rf og fiskveiðar, vinnslu, verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða.
Auk þess tóku til máls tveir erlendir gestir, þeir Steve Dillingham, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Strategro International og Oyvind Lie, stjórnandi Matvælarannsóknastofnunarinnar í Noregi og prófessor við háskólann í Bergen.
Á milli erinda voru líflegar umræður og er fundi var slitið um kl. 17 var boðið upp á léttar kaffiveitingar.